Vefþjóðviljinn 38. tbl. 17. árg.
Þarna voru þau saman komin á kynningarfundi Áfram-hópsins, Heiða Kristín Helgadóttir núverandi frambjóðandi, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, Árni Finnsson, Guðmundur Gunnarsson, Margrét Kristmannsdóttir, Benedikt Jóhannesson, Hörður Torfason og fleiri.
Þau tóku sér stutt hlé frá baráttunni fyrir aðild Íslands að ESB til að beita sér fyrir því að Icesave skuldirnar yrðu hengdar á Íslendinga. Eða var það liður í henni?
Fjölmiðlarnir mættu samviskusamlega á fundinn. Stöð 2 sagði frá fundinum og er óhætt að veðja 750 milljörðum króna á að þessi frétt verði lengi í minnum höfð.
Þegar Advice hópurinn efndi til samskonar fundar til að kynna málstað sinn mætti enginn blaðamaður.