Vefþjóðviljinn 346. tbl. 16.árg.
Nokkurt uppnám hefur orðið vegna þingsályktunartillögu fjögurra þingmanna vinstriflokkanna um að „fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts.“
Vefþjóðviljinn er næsta fávís um starf græðara fyrir utan þá almennu vitneskju að þeir grilla á kvöldin.
En hvernig er það ganga þessir græðarar bara lausir, án eftirlits og skráningar auk þess að vera án sérstakrar skattameðferðar og niðurgreiðslu hins opinbera?
Nei, þökk sé frjálshyggjuárunum þegar allar reglur voru afnumdar en fjölgaði engu að síður gríðarlega. Árið 2004 færði heilbrigðisráðherrann Alþingi stjórnarfrumvarp um græðara sem þingmenn samþykktu ári síðar með 48 atkvæðum gegn engu til að undirstrika að á frjálshyggjuárunum fóru engin ný lög í gegnum þingið nema með naumindum.
Reglurnar eru löngu komnar. Hvar eru styrkirnir?