Vefþjóðviljinn 311. tbl. 16. árg.
Þá eru þeir komnir á stjá.
Ef réttir menn ná kjöri á þing mun „þriggja daga helgum“ fjölga og sólskinsstundum einnig. Það er bara spurning hvort menn vilja meiri sól að morgni eða undir kvöld. Það verður annað hvort þægilegra að vakna eða betri birta til að grilla að vinnudegi loknum. Í vinnunni verður svo annaðhvort mun betra en áður að ná í menn í símann austur eða vestur um haf.
Það er ekkert lítið sem kraftmiklir frambjóðendur telja sig geta áorkað.
Nú er það auðvitað ákveðið fortíðarvandamál að hið opinbera skipuleggi frítíma manna og hvenær þeir rísi úr rekkju.
En það er ekkert sem segir að þörf sé á frekari tilskipunum um þessi efni. Flestir geta fundið út úr þessu sjálfir.
Vefþjóðviljinn hefur til að mynda ekki tekið sér frí einn einasta dag undanfarin 15 ár. En það er einmitt vegna þess að það eru dagleg tilefni til að andæfa svona tillögum um að skipuleggja líf borgaranna.