Vefþjóðviljinn 301. tbl. 16. árg.
Íslendingar þekkja þá tilfinningu að eiga íþróttalið smáþjóðar sem stendur sig vel gegn liðum stórþjóða. Þeir kynntust því síðast á Laugardalsvellinum í fyrradag þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári.
En hvernig ætli þessi tilfinning væri ef við dæmið væri bætt að stórþjóðin hefði haft þá litlu undir hæl einræðis og kúgunar í áratugi, íþróttamenn þeirrar litlu hefðu verið látnir keppa fyrir hönd hinnar stærri, og rétt væri búið að lyfta okinu?
Í nýrri kvikmynd, The Other Dream Team, segir frá körfuboltaliði Litháens á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.
Það var ekki úr miklu úr moða fyrst eftir sjálfstæði Litháens en körfuboltaáhugamennirnir í Grateful Dead hjálpuðu liðinu meðal annars um treyjur. Og auðvitað mættu Litháar Rússum í leik um verðlaunasæti.