Vefþjóðviljinn 286. tbl. 16. árg.
Það var tilkynnt í morgun að Evrópusambandið hefði hlotið friðarverðlaun Nóbels.
Líklega er nægilega langt síðan sambandið horfði aðgerðalaust á vargöldina í túnfæti sínum á Balkanskaga. Það eru alveg þrettán ár síðan bandarísk flugskeyti bundu loks enda á þau ósköp sem höfðu þá staðið í átta ár.
Nema verðlaunin séu veitt fyrir friðkaup Evrópusambandsins á fjármálamörkuðum undanfarin ár.
Hvaða banki tekur annars við verðlaunafénu?