Vefþjóðviljinn 285. tbl. 16. árg.
Lengi hefur verið rætt um að „útrýma kynbundnum launamun“ og jafnlengi hefur verið gefið í skyn að til þess þyrfti bara rétta fólkið, með rétta hugarfarið, til dæmis fyrstu hreinu vinstristjórnina, flokka kvenfrelsis og jafnréttis.
Hádegisfréttir Ríkisútvarpsins hófust á þessum orðum í gær:
Það er óþolandi að kynbundinn launamunur mælist ennþá, segir forsætisráðherra. Ótrúlegt er að ekki hafi náðst meiri árangur í baráttunni gegn honum.
Vissulega er það niðurstaða ýmissa mælinga að örfáum prósentum muni á launum karla og þegar tekið er tillit til helstu þátta í kjarakönnunum. En þessar mælingar eru engin nákvæmnisvísindi. Sumt í þessu sambandi er einfaldlega ekki hægt að mæla. Enginn sem reynir að leggja mat á vinnuframlag þúsunda manna hefur þær upplýsingar sem vinnuveitendur hafa um starfsmenn sína og vinnuframlag þeirra. Þegar það er haft í huga er erfitt að fullyrða nokkuð um að „kynbundinn launamunur“ sé til staðar hér á landi.
Baráttan gegn því sem ekki er til skilar oft litlum árangri.