Vefþjóðviljinn 264. tbl. 16. árg.
Hvers vegna heyrist aldrei í mönnum sem tekist hefur að búa til töfraformúlu sem kemur í veg fyrir gjaldþrot bílaverkstæða, verktaka og sólbaðsstofa?
Hins vegar gefa sig nær daglega fram menn sem hafa fundið aðferð til að koma í veg fyrir gjaldþrot banka og annarra fjármálafyrirtækja. Vinsælustu aðferðirnar eru meira og „skilvirkara“ eftirlit og fleiri og „betri“ reglur.
Þetta er auðvitað ekki krafa um annað en meiri ríkisforsjá, að hið opinbera sé á kafi í stjórn fjármálafyrirtækjanna.
Eru ekki Íbúðalánasjóður og Byggðastofnun dæmi um hve vel gengur í fjármálastofnunum þegar allt er undir nákvæmri stjórn hins opinbera?