Vefþjóðviljinn 236. tbl. 16. árg.
Það ber ýmislegt fyrir augu í miðbæ Reykjavíkur. Jafnvel þótt engum götum sé lokað eða breytt í „göngugötu.“
Í gær var til að mynda margt um manninn í miðborginni. Á Laugaveginum var maður við mann á þótt gatan væri opin fyrir bílaumferð. Víða sat fólk utandyra með öl eða froðukaffi, en það mun helsti mælikvarði „áhugamanna um skipulagsmál“ á fagurt mannlíf. Sömu menn halda að þessi aukni áhugi fyrir því að næra sig úti við sé eitthvað sem ákveðið var á fundi skipulagsráðs en tengist hvorki veðursæld síðustu ára né miklum fjölda ferðamanna sem rennt hefur stoðum undir fjölbreyttan veitingarekstur.
Vefþjóðviljinn hefur fylgst með umræðunni um bann við bílaumferð um götur bæjarins af þolgæði. Hann saknar þess yfirleitt í þessari umræðu að eitt sé nefnt gegn því að breyta götum í göngugötur. Einhver myndi jafnvel segja þetta lykilatriði þegar kemur að því að breyta götum í „göngugötur.“
Það eru nú þegar ágætar gangstéttar við helstu götur bæjarins.