Vefþjóðviljinn 215. tbl. 16. árg.
Í gær nefndi Vefþjóðviljinn að sjálfstætt starfandi geti ekki aðeins fært hluta tekna sinna sem arð í stað launa heldur einnig bætt kjör sín með því að láta kostnað falla á reksturinn í stað heimilisins.
Sem dæmi um þetta má taka faratölvu sem kostar 100 þúsund krónur með virðisaukaskatti.
Venjulegi launamaðurinn getur þurf að bæta við sig 200 þúsund króna tekjum til að eiga fyrir tölvunni. Hinn helmingurinn fer í tekjuskatt.
Sjálfstætt starfandi umhverfisfræðingur getur hins vegar dregið tölvukaupin frá rekstrinum. Hann þarf því að selja út vinnu fyrir 125 þúsund krónur með virðisaukaskatti til að eiga fyrir vélinni en svo getur hann fengið virðisaukaskattinn af vélinni endurgreiddan.
Annar þarf því að afla nær 200 þúsund króna til að kaupa tölvuna en hinn ríflega 100 þúsund króna.