Vefþjóðviljinn 164. tbl. 16. árg.
Gylfi Magnússon prófessor í hagfræði var einn þeirra sem örguðu hæst á Austurvelli eftir bankahrunið 2008. Hann vandaði ekki þáverandi ríkisstjórn kveðjurnar. Hún átti væntanlega að sjá fyrir að bankarnir færu sér að voða og koma í veg fyrir það með einhverjum ráðum – sem Gylfi nefndi að vísu aldrei.
Fyrir allt talið um að ráðherrar sendu landsmönnum bara „löngutöng“ uppskar Gylfi stuttu síðar embætti efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þar átti hann þátt í að véla um málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Nú er komið í ljós að þær ráðstafanir munu kosta skattgreiðendur um 20 milljarða króna. Hinn 23. apríl 2010 sagði Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra að framlag ríkissjóðs til sparisjóðsins yrði 860 milljónir.