Þriðjudagur 13. mars 2012

Vefþjóðviljinn 73. tbl. 16. árg.

Samfylkingarmenn hafa fram til þessa ekki viljað kannast við að sérstök tengsl hafi verið milli þeirra og útrásarmanna, allra síst þeirra sem kenndir voru við Baug. Í morgun sagði Fréttablaðið svo frá vitnisburði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrir Landsdómi um það sem gerðist síðustu helgina í september 2008 þegar unnið var að tilboði ríkisins í 75% hlut í Glitni:

Hún fékk samtal frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleiganda Glitnis. Gestur spurði hvort enginn fulltrúi Samfylkingarinnar væri viðstaddur fundarhöld vegna yfirtöku á Glitni. Ingibjörg sagðist þá hafa hringt í Össur og beðið hann um að sitja fundinn sem sinn fulltrúa.

Lögmaður aðaleiganda Baugs hringir í utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar og spyr hvort Samfylkingin eigi ekki fulltrúa á fundum í seðlabankanum, þar sem miklir hagsmunir Baugs eru undir. Formaðurinn bregst skjótt við og sendir sinn mann á staðinn.