Miðvikudagur 26. október 2011

Vefþjóðviljinn 299. tbl. 15. árg.

Þjóðaratkvæði um allt, nema Iceave, skatta, Nato, alþjóðasamninga, fjármál, fjárkláða...
Þjóðaratkvæði um allt, nema Iceave, skatta, Nato, alþjóðasamninga, fjármál, fjárkláða…

Flestir þingmenn VG hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins er þó ekki einn flutningsmanna.

Steingrímur skrifaði bók haustið 2006 þar sem hann mælti mjög með þjóðaratkvæðagreiðslum. Lagði hann til þrjár sjálfstæðar leiðir í þeim efnum. Forseti, minnihluti þingmanna eða nokkur fjöldi kjósenda ættu að geta skotið málum til þjóðaratkvæðis. Öll mál gætu farið þessa leið, stór eða smá, einföld og flókin.

En æ, æ, svo kom Icesave II. Og Icesave III. Farið var í einu og öllu eftir leiðbeiningum úr bók Steingríms, undirskriftum safnað, minnihluti þingsins óskaði eftir þjóðaratkvæði og svo forsetinn.

Steingrímur fann þá þjóðaratkvæðagreiðslum ýmislegt til foráttu og nefndi meðal annars að undanþiggja ætti samninga við erlend ríki, skatta og fjárhagsleg málefni frá slíkum atkvæðagreiðslum.

Hvernig greiðir Steingrímur atkvæði um tillögu flokksmanna sinna um þjóðaratkvæði um veruna í Atlantshafsbandalaginu?

Verður bókarhöfundurinn eða fjármálaráðherrann viðstaddur?