Þ að kemst yfirleitt hindrunarlaust í fréttir þegar mengun hefur aukist einhvers staðar. Minna fer fyrir fréttum af því þegar mengun minnkar. Enda virðast æði margir telja að allt stefni í óefni í þessum málum. Því fer þó fjarri. Loftgæði í borgum Vesturlanda hafa til að mynda snarbatnað á ýmsan hátt undanfarna áratugi. Kemur þar ýmislegt til. Eldsneyti á bíla hefur verið losað við varasöm efni eins og blýsambönd og bílvélar hafa sömuleiðis tekið miklum framförum og gera enn. Gömul og slitin bílvél getur mengað margfalt á við nýja. Endurnýjun bílaflota er því að öllu jöfnu ágætt umhverfismál þótt vinstrigrænum stjórnmálamönnum þyki sjálfsagt að leggja umhverfisgjöld og aðra sérstaka skatta á bíla sem koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti endurnýjað þá.
Sem dæmi um aukin loftgæði má nefna að samkvæmt gögnum frá umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur styrkur kolmónoxíðs (CO) í andrúmslofti lækkað um 83% frá árinu 1970. Jafnvel þótt aðeins séu tekin svæði þar sem ástandið var verst er þróunin sú sama. Þetta hefur gerst þótt umferð hafi aukist gríðarlega. Ökutæki fara nú samtals180% lengri vegalengd á ári en fyrir 40 árum.
Styrkur kolmónoxíðs náði niður fyrir viðmiðunarmörk EPA (9 ppm) fyrir gott loft þegar árið 1993 og er nú kominn niður í 2 ppm.
Það er hægt að ná árangri án þess að útrýma „einkabílismanum“.