Fimmtudagur 18. ágúst 2011

230. tbl. 15. árg.

S amfylkingin gaf á síðasta ári út sérstaka söngbók fyrir flokksfélaga, væntanlega fyrir framlag til flokksins úr ríkissjóði. Var það gert til að fagna 10 ára afmæli flokksins. Í kverinu eru ýmsir góðir baráttusöngvar sem Atli Heimir Sveinsson valdi. Í inngangi segir Atli um val sitt að hann hafi valið þau lög og ljóð sem ætla mætti að flestir flokksfélagar kynnu.

Þar er fallegur boðskapur eins og:

Því fáninn rauði okkar merki er,
því fáninn rauði okkar merki er,
því fáninn rauði okkar merki er,
lifi kommúnisminn og hinn rauði her.

Þetta er auðvitað eitthvað sem Atli Heimir ætlar flestum Samfylkingarmönnum að kunna. Stríðssöngur jafnaðarmanna á bls. 22 kemur að góðum notum eftir að Samfylkingin og VG hófu árásarstríð gegn Líbýu. Kanakokteillinn bls. 31 segir frá því að þeir sem þiggi veigar á vellinum drekki Víetnamablóð.

Svo vona ég að söngurinn sameini Samfylkingarfólkið, segir Atli Heimir að lokum.

Frjálslyndur og nútímalegur jafnaðarmannaflokkur.