Laugardagur 23. júlí 2011

204. tbl. 15. árg.

Þ ótt þau sveitarfélög sem vinstri grænir hafi ratað í sömu fjárhagsvandræði og mörg önnur og formaður flokksins hafi farið lofsamlegum orðum um bankana skömmu fyrir hrun þeirra er því hugvitasamlega haldið að fólki að vinstri grænir séu ekki einn af hrunflokkunum.

Vefþjóðviljinn vísaði á dögunum í skrif sín frá árinu 2000 um þann óslitna þráð sem íslenskir vinstri menn spunnu frá árum Kommúnistaflokksins og allt fram á þennan dag. Þar sagði einnig:

Ef að hringt er í hið gamla númer Þjóðviljans (55)17500 í dag árið 2000 svarar símsvari Alþýðubandalagsins og kemur á framfæri skilaboðum frá Alþýðubandalaginu og Samfylkingunni. Jafnvel símalínan er óslitin. Það er því ekki ónýtur heimanmundur sem Alþýðubandalagið hefur með sér í samfylkingarsambúðina með Alþýðuflokknum: tugir milljóna í skuldir og símanúmer Þjóðviljans. En liðsmenn Alþýðubandalagsins eru fæstir hluti af ráðahagnum. Þeir eru flestir skuldlausir í flokki vinstri grænna.

Kannast menn við þetta verklag? Nýtt félag stofnað um reksturinn en skuldirnar skildar eftir í gamla félaginu.