Föstudagur 27. maí 2011

147. tbl. 15. árg.

Þ egar frá því er sagt að frjálshyggjan og hin ófrýnilega systir hennar nýfrjálshyggjan hafi vaðið uppi á Íslandi á árunum fyrir bankahrunið fylgir aldrei hvernig menn komast að þeirri niðurstöðu. Ætli hæstu velferðarbætur veraldarsögunnar til hátekjumanna í fæðingarorlofi hafi leitt menn að þeirri niðurstöðu? Ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna? Nýtt samkeppniseftirlit, fjármálaeftirlit, neytendastofa og umboðsmaður neytenda? Bann við reykingum á skemmtistöðum? Bann við nektardansi? Það að Ísland var síðasta landið í Evrópu, fyrrum kommúnistaríki Austur-Evrópu meðtalin, til að einkavæða banka?

Íslendingar voru að vísu ekki með hæsta virðisaukaskatt í heimi, heldur þann næsthæsta. 

En var þetta ekki samt einhvern veginn þannig að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, hurfu svo gott sem í samanburði við einkaframtakið? Var yfirleitt til nokkuð ríkisvald árið 2007?

Ef eitthvað er að marka tölur frá Hagstofu Íslands þá hafa tekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa aldrei verið hærri en árin 2005 – 2007. Þá tók hið opinbera 47 – 48% af landsframleiðslunni til sín. Til samanburðar má nefna að árið 1990 var þetta hlutfall 38%.

Sumarið 2007 gaf Andríki út litla samantekt um þessa þróun. Þar mátt meðal annars finna þessa köku sem sýnir hvernig meðal maðurinn varði tekjum sínum árið 2006. Skattar voru langstærsti útgjaldaliðurinn og höfðu aldrei verið stærri.

Hið opinbera hefur aldrei tekið eins stóran bita og á árunum fyrir hrun.