S jávarútvegurinn er helsti drifkraftur íslensks atvinnulífs. Án öflugs sjávarútvegs væri gjaldeyrisöflun og annað sem þarf til uppbyggingar atvinnulífs hér, að mjög miklum mun erfiðari. Það er með miklum ólíkindum að Íslendingar sitji einmitt núna uppi með stjórnvöld sem geta alls ekki séð sjávarútveginn í friði heldur eru friðlaus að fá að raska grundvelli hans til að svala stjórnmálakreddum sínum, undir bumbuslætti álitsgjafanna.
Þessi herferð ríkisstjórnarinnar og stuðningsmanna hennar byggist auðvitað á því, að út úr upplausnarþingkosningunum árið 2009 kom þingmeirihluti sem engum dettur í hug að verði endurtekinn. Þess vegna liggur vinstrimönnum lífið á að ráðast gegn sjávarútveginum nú, rétt eins og gegn öllu öðru sem þeir hafa lengi haft á heilanum. Rétt eins og öllu er fórnað svo ráðast megi að stjórnarskránni, núna þegar von þykir vera til að talsmenn heilbrigðrar skynsemi séu fáir á þingi.
Þeir fjölmörgu kjósendur sem árið 2009 ákváðu að sitja heima eða skila auðu, með þau vísdómsorð á vörum að vinstristjórn myndi hvort sem er aldrei sitja lengi, eru vonandi ánægðir í hvert sinn sem þeir sjá Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon á sjónvarpsskjánum.
Það er mjög skiljanlegt að atvinnurekendur skrifi ekki undir margra ára kjarasamninga þegar yfir vofir hótun um að ráðast gegn sjávarútveginum, meginundirstöðu atvinnulífsins. Launþegi sem kallaður er á starfsmannafund, þar sem honum er sagt að nú standi öll spjót á vinnuveitandanum og hann megi búast við verulegri tekjurýrnun ef ekki uppsögn, fer ekki beina leið og kaupir sér nýjan bíl. Hann forðast allar nýjar skuldbindingar þar til hættan er liðin hjá. Ábyrgt atvinnulíf skuldbindur sig heldur ekki til margra ára, þegar yfir vofir árás á undirstöðuatvinnugrein landsins.
V erður það ekki alveg örugglega niðurstaða allra þingmanna Suðurkjördæmis eftir vandaða athugun að það sé mjög hagkvæmt að flytja Landhelgisgæsluna í kjördæmið?