A ðeins 8% vilja hækka skatta til að greiða áfallna vexti af Icesave III. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem Miðlun gerði fyrir Andríki dagana 21. – 28. mars 2011.
Spurt var: Verði Icesave III samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu gerir fjármálaráðuneytið ráð fyrir að á þessu ári þurfi ríkissjóður Íslands að greiða 26,1 milljarð króna í vexti til Breta og Hollendinga. Hvernig telurðu best að ríkissjóður afli þeirra peninga?
Svör skiptust svo milli þeirra kosta sem gefnir voru:
Forsendur spurningarinnar eru fengnar úr umsögn fjármálaráðuneytisins (bls. 1) til fjárlaganefndar Alþingis 11. janúar 2011. Þar segir: „Gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja TIF til 26,1 mia.kr. á árinu 2011, þar af 9 mia.kr. vegna áranna 2009-2010 umfram þá 20 mia.kr. sem sjóðurinn sjálfur getur staðið undir og 17,1 mia.kr. vegna vaxtagreiðslna á þessu ári.“
Sérstaka athygli vekur að meirihluti svarenda (55%) víkur sér undan að taka afstöðu til þeirra þriggja fjármögnunarkosta sem gefnir eru. Það kemur ekki á óvart að enginn þessara kosta þyki góður til að fjármagna Icesave III.
Til samanburðar við umræddan vaxtakostnað má nefna til dæmis nefna að stofnkostnaður Búðarhálsvirkjunar er metinn nær sama fjárhæð. Það er áhugavert í því ljósi að reynt var að nota fjármögnun virkjunarinnar sem rök fyrir Icesave III.
Einnig má bera þetta saman við stórar stofnanir ríkisins eins og Háskóla Íslands, rekstarkostnaður 2011: 13,3 milljarðar króna. Landsspítalann, rekstarkostnaður 2011: 35,9 milljarðar króna og aðrar smærri stofnanir eins og Kvennaskólann í Reykjavík, rekstarkostnaður 2011: 0,3 milljarðar króna.