Miðvikudagur 23. febrúar 2011

54. tbl. 15. árg.
The tiny island nation shouldn’t have to bear the costs of the Dutch and British bailouts.
– Yfirskrift leiðara The Wall Street Journal um Icesave málið í dag.

R

Helstu viðskiptadagblöð heimsins styðja íslenskan almenning í Icesave málinu.

íkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands fá ærlega ráðningu í leiðara The Wall Street Journal í dag. Allir vita auðvitað fyrir hvað. Þær ætla að láta almenning á Íslandi bera kostnaðinn af því að sparifjáreigendur á Bretlandi og Hollandi töpuðu fé á því að elta gylliboð netbanka sem þeir þekktu hvorki haus né sporð á.

Leiðarahöfundur blaðsins gerir sér ljósa grein fyrir því að aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda haustið 2008 voru ekki Íslandi til bjargar heldur breskum og hollenskum sparifjáreigendum.

Sú ákvörðun að bjarga innlánseigendum á Icesave kostaði ríkisstjórnir [Bretlands og Hollands] 3,1 milljarð punda. En allir þeir fjármunir fóru til þeirra eigin þegna sem höfðu tekið þá ákvörðun að leggja sparifé sitt inn á Íslandi. Þessar aðgerðir voru á engan hátt liður í því að koma í veg fyrir nær algert hrun íslenska bankakerfisins eða hrun gjaldmiðilsins.

Og það hefur ekki farið framhjá ritstjórn The Wall Street Journal  að framkoma Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi frá bankahruninu hefur verið þeim til vansa.

Ef ríkisstjórnir Bretlands og Hollands töldu þessar björgunaraðgerðir nauðsynlegar þá var það þeirra mál. En það kemur vart á óvart að Íslendingar vilji ljúka málinu eins og nýleg skoðanakönnun bendir til. En það ætti ekki að taka sem réttlætingu fyrir því að í tvö og hálft ár hafa Bretar og Hollendingar úthrópað Ísland.

Í fyrradag benti leiðarahöfundur The Financial Times Íslendingum á að ef þeir myndu hafna því í annað sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu að almenningur greiði skuldir einkabanka megi gera ráð fyrir því að aðrar þjóðir fari að hugsa sinn gang í þeim efnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem The Financial Times tekur afstöðu með Íslendingum í þessu máli enda átta menn sig þar á bæ að grundvallarspurningin í þessu máli er einfaldlega: Er rétt að þjóðnýta tap einkabanka?

Tvö helstu viðskiptadagblöð hins vestræna heims hafa þannig tekið málstað Íslendinga. Hvenær ætli Íslendingar fái þing eða ríkisstjórn sem geri slíkt hið sama?

Þ að er í takt við annað á Alþingi Íslendinga að nú ræða menn þar í alvöru hvort endurtaka eigi kosningu til stjórnlagaþings samhliða kosningu um Icesave. Væri ekki nær að endurtaka kosninguna til annars þings?