Ef ég hefði verið þeirrar skoðunar að það kæmi ekki til greina að semja um þetta mál, ef það hefði verið afstaða þingflokks sjálfstæðisflokksins, þá hefðum við ekki veitt ríkisstjórninni umboð til þess að ganga til samninga og við hefðum heldur ekki átt aðild að viðræðunum sem stóðu allt árið 2010. Ef þetta snérist um prinsippið að greiða aldrei neitt þá hefðum ég aldrei verið þátttakandi í viðræðum við þessar tvær þjóðir. |
– Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 3. febrúar 2011, sama dag og hann skipaði Pétur H. Blöndal í nefnd sem leita á leiða til að halda stjórnlagaþingsruglinu áfram sem Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur. |
Við skulum taka InDefence hópinn sem dæmi sem að sendi nú bara nokkuð jákvæða umsögn um þetta frumvarp en var fyrir ári síðan að keppast við að safna undirskriftum til að hvetja forsetann til að synja lögunum staðfestingar. |
– Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 3. febrúar 2011. |
Af gefnu tilefni ítrekar InDefence hópurinn við stjórnmálamenn og fréttamiðla að InDefence hefur ekki „jákvæða afstöðu“ gagnvart Icesave samningnum. Allar fullyrðingar um annað eru rangar. InDefence leggur áherslu á að samningurinn hefur enn gríðarlega fjárhagslega áhættu í för með sér fyrir íslensku þjóðina. |
– Fréttatilkynning frá Indefence 4. febrúar 2011. |
É
Ríkisforstjórinn Hörður Arnarson vill að Íslendingar greiði strax 26 milljarða í vexti og taki á sig nokkur hundruð milljarða áhættu í viðbót vegna Icesave. Þá fær Landsvirkjun kannski nokkra milljarða að láni. |
g var nú eiginlega bara orðinn leiður á því að hafa þetta hangandi yfir mér,“ hljómar sífellt meir eins og eitthvað sem Einstein hugsaði og Snorri færði í letur á bókfellið sem Michelangelo skreytti við undirleik Vivaldis.
En formaður Sjálfstæðisflokksins eignast þó nýja stuðningsmenn í Icesave-málinu í hvert sinn sem Fréttablaðið kemur út. Það er blaðið sem Jón Ásgeir Jóhannesson gefur út til stuðnings Icesave-ánauðinni og ESB-aðild Íslendinga. Fréttablaðið studdi dyggilega ánauðina sem felld var með 98% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars 2010. Nú vill það að Íslendingar gangist undir nýjustu ánauðina af því að hún er skárri en sú sem blaðið studdi í fyrra!
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag kemur vinur fjármálaráðherrans og ríkisforstjórinn Hörður Arnarson hlaupandi. Hann lætur hafa eftir sér með afar óljósum hætti hvaða áhrif Icesave-málið muni hafa á fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Engu að síður er slegið upp í fyrirsögn „Lán fyrir Búðarháls bíða Icesave-lausnar“. Svo er gefið í skyn í fréttinni að Evrópski framkvæmdabankinn, byggðastofnun Evrópu, bíði eftir afgreiðslu Icesave-málsins. En þó sé ekkert fast í hendi, hvað sem Icesave líður.
En hvað er Hörður Arnarson að óska eftir miklum fjármunum að láni hjá Evrópska framkvæmdabankanum? Þeir munu vera talsvert minni en bara þeir 26 milljarðar sem Íslendingar eiga að greiða í vexti af Icesave-ánauðinni á þessu ári – í erlendri mynt. Og aðeins lítið brot af því sem Íslendingar gætu þurft að greiða ef hið margrómaða eignasafn þrotabús Landsbankans fellur í verði eða haftagengi krónunnar lækkar. Að ekki sé minnst á hættuna af því að neyðarlögunum verði hnekkt. Það gleymist nefnilega í öllum hræðsluáróðrinum gegn „dómstólaleiðinni“ að við erum þegar á þeirri leið. Eigendur skuldabréfa á Landsbankann voru með neyðarlögunum settir út í kuldann til að bæta stöðu allra innstæðueigenda. Þeir láta nú reyna á rétt sinn fyrir íslenskum dómstólum.
Þessi 26 milljarðar í erlendum gjaldeyri sem Íslendingar eiga að láta af hendi við Breta og Hollendinga á þessu ári eru að sjálfsögðu ekki til í ríkissjóði enda ríkissjóður rekinn með skelfilegum halla þessi misserin. Ríkissjóður þarf því væntanlega að eyða þessum 26 milljörðum af því lánsfé sem hann hefur fengið í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Hvaða vaxtakjör eru aftur á þeim lánum? Eru það ekki svipuð kjör og voru á fyrri Icesave-samningum og öllum þykja nú aldeilis fráleit?