Þ að er þetta með eftirlitið. „Stofnun lýðræðisstofnana og mannréttinda sem er undirstofnun stofnunar um öryggi og samvinnu í Evrópu (ÖSE) hefur eftirlit með kosningum víða um heim“ sagði í Spegli Ríkisútvarpsins á miðvikudaginn. Við alþingiskosningar árið 2009 voru fulltrúar þessarar stofnunar stofnunar stofnunarinnar viðstaddir. Í Speglinum kom fram að þetta hefði verið 10 manna „teymi sérfræðinga“. Innan við tveimur árum eftir að þessi eftirlitsstofnun fer yfir kosningar hér sem hafa þótt til fyrirmyndar í áratugi fer allt í steik. Sérfræðingarnir höfðu vart lokið skýrslunum sínum um hve vel kosningar færu ætíð fram á Íslandi þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur klúðraði almennum kosningum svo gjörsamlega að þær teljast ógildar.
Þetta minnir eiginlega svolítið á hólið frá fjármálaeftirlitinu um bankana skömmu áður en þeir urðu afvelta. Fjármálaeftirlitið hafði verið stofnað sérstaklega aðeins nokkrum árum áður en menn virðast nú sammála um að bankarnir hafi farið sér að voða.
En eins og menn vita þá er svarið við því að eftirlit hafi engu bjargað að auka það bara.
H ér er svo áríðandi tilkynning frá stjórnmálaskóla Ungra vinstri grænna. Hún skýrir betur en margt annað hvers vegna umræðan er oft eins og hún er hér á landi.