303. tbl. 14. árg.
Þ að var mikil gleði á Siglufirði og Ólafsfirði á dögunum. Margmilljarða jarðgöng milli bæjanna voru opnuð að viðstöddu fyrirmenni. Þessi tíðindi voru að sjálfsögðu forsíðufrétt í októberhefti Hellunnar, fréttablaði staðarins. Nú geta bæjarbúar sótt og veitt þjónustu fram og til baka um göngin, sem voru helstu rökin fyrir því að þau voru grafin.
Strax síðu 3 í blaðinu var málið hins vegar farið að vandast. Þar segir frá raunum líkamsræktarfólks á Ólafsfirði sem skorar nú með söfnun undirskrifta á bæjarstjórnina sína að „finna lausn á vanda líkamsræktarstöðvarinnar á Ólafsfirði.“
Blaðamaður hitti Gauta Má og spurðist fyrir um þetta mál, en hann hefur náð frábærum árangri á landsvísu í líkamsræktinni. Hann svaraði því aðspurður með að nýta ræktina á Siglufirði, þá væri það ekki vænlegur kostur fyrir Ólafsfirðinga, þar sem aðstaða þar fyrir nægilega marga er ekki til staðar á álagstímum. Auk þess væri það 7000 kílómetra akstur á ári að keyra fimm sinnum í viku til Siglufjarðar til að fara í ræktina. |
Já var það ekki? Sama dag og göngin eru opnuð er verið að safna undirskriftum gegn því að menn þurfi að nýta þau.