Föstudagur 11. júní 2010

162. tbl. 14. árg.

Ú rslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu hefst í dag og stendur til ellefta júlí.

Þetta verður útgjaldasamur mánuður hjá Fæðingarorlofssjóði.

E ins og menn vita þá eru flest íslensk sveitarfélög stórskuldug. Margir vita líka að flest þeirra taka að sér ýmis verkefni sem þeim er þó ekki falið með lögum. Peningum er dælt í íþróttafélög, sumstaðar ganga strætisvagnar „ókeypis“, tónlistarhallir eru reistar og styrkir renna í allar áttir.

Hvað eiga þessi sveitarfélög hér sameiginlegt:

Akrahreppur,
Akranes,
Akureyri,
Árneshreppur,
Bláskógabyggð,
Blönduósbær,
Bolungarvík,
Borgarbyggð,
Borgarfjarðarhreppur,
Breiðdalshreppur,
Bæjarhreppur,
Dalabyggð,
Dalvíkurbyggð,
Djúpavogshreppur,
Eyjafjarðarsveit,
Fjallabyggð,
Fjarðabyggð,
Fljótsdalshérað,
Flóahreppur,
Grindavíkurbær,
Grundarfjörður,
Grýtubakkahreppur,
Hafnarfjörður,
Hrunamannahreppur,
Húnavatnshreppur,
Húnaþing vestra,
Hveragerði,
Hörgárbyggð,
Ísafjörður,
Kaldrananeshreppur,
Kópavogur,
Langanesbyggð,
Mýrdalshreppur,
Norðurþing,
Rangárþing eystra,
Rangárþing ytra,
Reykhólahreppur,
Reykjanesbær,
Seyðisfjörður,
Skaftárhreppur,
Skagabyggð,
Skeiða- og Gnúpverjahreppur,
Skútustaðahreppur,
Snæfellsbær,
Strandabyggð,
Stykkishólmur,
Súðavíkurhreppur,
Svalbarðshreppur,
Svalbarðsstrandarhreppur,
Sveitarfélagið Álftanes,
Sveitarfélagið Árborg,
Sveitarfélagið Hornafjörður,
Sveitarfélagið Skagafjörður,
Sveitarfélagið Skagaströnd,
Sveitarfélagið Vogar,
Sveitarfélagið Ölfus,
Tálknafjarðarhreppur,
Vestmannaeyjabær,
Vesturbyggð,
Vopnafjarðarhreppur og
Þingeyjarsveit?

Í þessum sveitarfélögum er hæsta lögleyfða útsvar lagt á íbúana. Sveitarstjórnarmenn eyða og eyða, og koma svo og skattleggja sem mest þeir mega.
Svo eru sumir hissa á því að margir kjósendur gefist upp. Sumir mæti ekki á kjörstað, aðrir mæti og kjósi út í loftið.