Miðvikudagur 10. febrúar 2010

41. tbl. 14. árg.

G ísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi var gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Þar kynnti hann hugmyndir sínar um mikla þéttingu byggðar vestan Elliðaáa, meðal annars í Vatnsmýri og Örfirisey. Þessar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni en líklega þakka allir fyrir að þær hafi ekki náð fram að ganga í góðærinu. Vatnsmýrin væri þá undirlögð af nýjum götum, ljósastaurum á stangli og húsagrunnum sem enginn kærði sig um.

Í lok þáttarins sýndi Gísli sannkallaða hryllingsmynd af því hvernig hefði getað farið fyrir svonefndri Bernhöftstorfu ef ákveðnar hugmyndir hefðu náð fram ganga fyrr á árum. Þá voru uppi hugmyndir um að reisa miklu stærri hús í brekkunni norður af menntaskólanum en þar eru nú. Saman hentu þeir Gísli og Egill Helgason gaman að þessu.

Það var samt eitthvað einkennilegt að sjá þessa áhugamenn um þéttingu byggðar hlæja saman að þessari gölnu hugmynd – um þéttingu byggðar.

Á litsgjafar hafa haldið því stíft að fólki undanfarið að hrun bankanna megi rekja til einkavæðingar þeirra, bankarnir hafi verið seldir röngum mönnum. Nú hefur hins vegar verið leitt í ljós að ríkisbankarnir fjármögnuðu kaupin. Hvert má þá rekja hrunið? Til vafasamra lánveitinga gömlu ríkisbankanna?