F lestir vita nú að ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að gæta íslenskra hagsmuna í Icesaveánauðar-málinu. Hjá ríkisstjórninni snerist allt um að fá kröfur Breta og Hollendinga samþykktar á alþingi, með hvaða leið sem mögulegt væri. Þess vegna var fyrst reynt að koma málinu í gegn án nokkurra fyrirvara. Þegar Bretar og Hollendingar höfnuðu fyrirvörunum, þá var samið við þá um nýja skilmála, en þeim haldið leyndum fyrir landsmönnum, þar til Jóhanna og Steingrímur hefðu barið nægilega marga þingmenn vinstrigrænna til hlýðni.
Þegar Jóhanna var síðastliðið haust spurð um það, hvað hefði verið samið við Breta og Hollendinga og hvenær alþingi fengi að vita það, þá neitaði hún lengi vel að svara því, og gaf þá skýringu að hún myndi ekki fara með neitt í þingið nema sem hún væri örugg um að koma þar í gegn. Fyrr fengu hvorki alþingi né landsmenn að vita um hvað gagnsæisríkisstjórnin hefði samið. Og „fréttamönnum“ fannst pukrið skyndilega bara allt í lagi.
Nú hafa formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks látið plata sig í leiðangur með Steingrími J. Sigfússyni. Tilgangur Steingríms er sem fyrr aðeins einn: Að reyna að festa stjórnarandstöðuna með sér í Icesaveánauðinni.
Nú loks þegar það blasir við að fyrst skuli allsherjaratkvæðagreiðsla um ánauðina fara fram, og svo geti menn rætt málin við ríkisstjórnina ef eitthvað verði til að ræða.