H aft var eftir einhverjum Ríkisútvarpsmanninum í dag að nú færi þriðju niðurskurðurinn á starfsemi stofnunarinnar á einu og hálfu ári fram. Veruleikaskynið er nú ekki meira en þetta. Ætli starfsmenn venjulegra einkafyrirtækja hafi tölu á þeim sparnaðaraðgerðum sem fram hafa farið undanfarin misseri? Það er í þeim fyrirtækjum sem enn starfa? Jú sennilega hafa þeir þeir það. Ætli það sé ekki frekar þannig að það sé eitt samfellt og viðvarandi verkefni í flestum fyrirtækjum landsins að hagræða og spara?
Ríkisútvarpið býr við þá ótrúlegu stöðu að fá gríðarlegar tekjur með fógetavaldi. Þær eru óspart notaðar til að berja á einkaframtaki í fjölmiðlun. Til dæmis hefur vart farið af stað auglýsingatími í Ríkissjónvarpinu að undanförnu án þess að þar sé Rás 2 auglýst, ekki síst þeir þættir sem eru í samkeppni við sambærilega þætti Bylgjunnar, Útvarps Sögu og fleiri einkastöðva. Þessar skatttekjur Ríkisútvarpsins hafa ekki verið skertar að ráði þótt flestir aðrir sem standa í rekstri hafi þurft að þola mikinn tekjusamdrátt.
Umfjöllunin um sparnaðinn á Ríkisútvarpinu er svo auðvitað miklu meiri en efni eru til. En kemur ekki á óvart. Fjölmiðlum þykir fátt merkilegra en þeir sjálfir.