Laugardagur 21. nóvember 2009

325. tbl. 13. árg.

E ftir árslanga umræðu um Icesave hefur vart nokkrum manni dottið í hug að halda því fram að íslenska ríkið sé ábyrgt að lögum fyrir viðskiptum einkabanka við breska og hollenska fjármagnseigendur. Miklu frekar er reynt að lauma því inn hjá fólki að þjóðin beri einhvers konar hópábyrgð á því að hafa leyft Landsbankanum að starfa hér og því beri þjóðinni viðeigandi hóprefsing.

En tökum til dæmis Ögmund Jónasson. Hann var andvígur EES-samningum sem færði okkur þær reglur og eftirlit sem bankar starfa eftir. Hann var andvígur einkavæðingu bankanna og ýmis ummæli hans mátti jafnvel túlka sem hann vildi reka bankana úr landi með allt sitt gróðabrall. Hvers vegar ber Ögmundum þessa lands að taka út refsingu fyrir viðskiptaævintýri Landsbankans? Og fyrst byrjað er að nefna dæmi, hvers vegna ættu frjálshyggjumenn þessa lands að taka út refsinguna sem felst í þjóðnýtingu á tapi Landsbankans? Þeir hafa alltaf verið andvígir ríkisábyrgð á atvinnurekstri, á móti allri þjóðnýtingu og öðru samkrulli einkarekstrar og ríkisins.

Landsbankinn var ekki rekinn í nafni þeirra 300 þúsund einstaklinga sem búa á Íslandi og því síður í nafni þeirra ófæddu Íslendinga sem ætlað er að greiða ofboðslegar skuldir hans að sjö árum liðnum. Landsbankinn var hlutafélag og ábyrgð þeirra takmarkast við þau sjálf.

Fáir orða þessa takmörkuðu ábyrgð hlutafélaga skýrar og betur en Bretar:  Ltd.