Þ að var rifjað upp í fréttum í gær að fyrir nákvæmlega ári reyndi Gylfi Magnússon dósent í hagfræði að koma að stað áhlaupi á íslensku bankanna með því að segja þá alla „í raun tæknilega gjaldþrota“. Það þurfti auðvitað engan hagfræðidósent til þess að segja mönnum að bankarnir ættu í miklum erfiðleikum. Þó er það svo að margir töldu þá og telja enn að stærsti bankinn, Kaupþing, ætti að öðru óbreyttu góða möguleika að lifa lánsfjárkreppuna. Þetta segir meðal annarra Steingrímur J. Sigfússon í viðtali við vefútgáfu Daily Mail í dag.
It can’t be overlooked that the drastic actions of the UK authorities on October 8 2008 were very harmful to Iceland. Obviously when Singer & Friedlander was taken over that marked the end for the biggest bank Kaupthing which at that time our authorities here were hoping would be saved. We knew the other two banks were in big trouble, but I think everyone hoped the biggest one would be saved and it had a much bigger chance to do that.
But when its UK bank, the Singer & Friedlander bank was taken over – which was by the way a UK bank that happened to be in foreign ownership – why was not Singer & Friedlander assisted in the same way other UK banks were assisted in the days after. That is not to mention the harmful impact of the use of anti-terrorist law and the remarks made by the highest officials in UK sent out very negative signals about the state Iceland was in. Be it remarks by Alistair Darling or Gordon Brown, they were not helpful at all. I am not trying to blame anyone specifically obviously the main responsibility for what happened lies inside Iceland but there were external factors as well. The actions of the UK authorities had a very harmful impact. That is fact regardless of what reason they felt they had to do that. |
En líkt og Steingrímur rekur gerðu bresk stjórnvöld vonir um að bankinn kæmist á lygnari sjó að engu. Steingrímur virðist hvorki þá né nú hafa verið sömu skoðunar og Gylfi um að þrot allra íslensku bankanna væri óumflýjanlegt. Steingrímur vekur raunar einnig athygli á því að bresk yfirvöld hafi ekki meðhöndlað Singer & Friedlander á sama hátt og aðra breska banka.
En frétt Ríkissjónvarpsins af þessum ársgömlu ummælum Gylfa Magnússonar var lokið með þeim orðum fréttamanns að nokkrum dögum síðar hefði komið í ljós að hann hefði haft „hárrétt fyrir sér“. Hvort Gylfi hefði haft jafn hárrétt fyrir sér ef breska fjármálaeftirlitið hefði ekki sett bankann í greiðslustöðvun kemur auðvitað aldrei í ljós.
Og þá einnig vaknar spurningin hvort Gylfi hafi áður varað við því hvert bankarnir stefndu. Það var lítill vandi að spá stormi þegar óveðurskýin höfðu þegar hrannast upp. Sömuleiðis væri forvitnilegt að vita hvað áhrif orð Gylfa höfðu á þróun næstu daga. Það hefur verið gert mikið úr því bresk yfirvöld hafi fylgst með hverju orði sem féll hér á landi á þessum haustdögum síðasta árs. Þarna kemur maður með stimpil Háskóla Íslands í viðtal við stærstu fréttastofu landsins og segir íslensku bankana vera tæknilega gjaldþrota, alla sem einn þótt mat margra annarra hafi verið að Kaupþing ætti sér lífsvon. Ekki er síður merkilegt að stuttu síðar er þessi maður orðinn bankamálaráðherra. Ætli séu mörg dæmi um að þeir sem hvetja í raun til áhlaupa á banka séu skömmu síðar settir yfir þá?