232. tbl. 13. árg.
Það eina sem Már sagði að bankinn hefði ef til vill getað gert öðruvísi var að kaupa meiri gjaldeyri þegar gjaldeyrir streymdi inn í landið og krónan var sem sterkust.
En hvernig hefði það komið út gagnvart verðbólgumarkmiðinu? Ef seðlabankinn hefði lækkað gengi krónunnar með meiri gjaldeyriskaupum hefði verðlag hækkað og bankinn fjarlægst helsta markmið sitt um 2,5% verðbólgu.
Og seðlabankinn hefði ekki verið einn um að vera ósáttur við slíka þróun. Stjórnmálamennirnir hefðu ekki kært sig um minni kaupmátt almennings rétt ári fyrir kosningar, sem eru annað hvert ár. Aðilar vinnumarkaðarins hefðu veifað kleinum og kaffibollum framan í myndavélar fjölmiðlanna því rauðu strikin þeirra væru í hættu.