230. tbl. 13. árg.
Steingrímur hefur sjálfur litlar skýringar gefið á því hvers vegna Icesave-ánauðin er honum slíkt kappsmál. Helst er að heyra á honum að það geti tafið alþjóðagjaldeyrissjóðsvæðingu Íslands en það er ekki sérlega sannfærandi skýring úr ranni vinstri grænna sem lögðu mikla fæð á þessa ríkisstofnun í DC þar til glitti í ráðherrastólana.
En þótt Steingrímur tali ekki af sér um Icesave duldina gat félagi hans úr norska systurflokknum ekki stillt sig um það í síðustu viku.
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, segir að Ísland verði að ljúka samningum um Icesave áður en Noregur greiði út lán. Norskir skattgreiðendur muni ekki borga reikninginn fyrir hægritilraunir Íslendinga. |
Þar hafa menn það. Icesave-ánauðin er liður í því að refsa Íslendingum fyrir að hafa kosið yfir sig ranga flokka. Sektin fyrir að hafa ekki kosið Steingrím J. til valda undanfarin 18 ár er nokkur hundruð milljarðar króna.