Þriðjudagur 23. júní 2009

174. tbl. 13. árg.

Í slensku  lífeyrissjóðirnir sýsla með gríðarlega fjármuni, sem launþegar er skyldaðir að láta þeim í té. Engu að síður hafa launþegarnir lítil áhrif á stjórn sjóðanna eða fjárfestingar þeirra. Margir lífeyrissjóðir hafa nú tapað tugum milljarða króna á lánveitingum til nokkurra áður háttfljúgandi útrásarfyrirtækja. Lífeyrir tugþúsunda manna verður skertur vegna þessa.

Lífeyrissjóðakerfið er þó umvafið reglugerðum og opinberu eftirliti en eins og fleiri dæmi sýna veita slík opinber afskipti falskt öryggi og gera menn rænulausa um hagsmuni sína.

Það er full ástæða til að gera gagngerar breytingar á lífeyrissjóðareglum á Íslandi. Það er vitanlega mjög æskilegt að auka frelsi launþega til að ráða sparnaði sínum sjálfir og, þar til fullt frelsi hefur þar fengist, þá á að veita sjóðfélögum aukna stjórn á þeim sjóðum sem þeir greiða til. Ef menn eru hins vegar frjálsir að ráða hvort og þá hvar þeir leggja fyrir, þá kemur ríkinu ekki við hvernig þeir sjóðir eru reknir.

F jármálaeftirlitið, það heyrir undir Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. Enn hefur enginn fjölmiðill sýnt áhuga á því að hann virðist hafa sent frá sér vísvitandi ósannindi í opinberri yfirlýsingu. Ætli þá samfelldu þögn megi skoða sem samþykki fjölmiðla fyrir því að ráðherrar fari með ósannindi í yfirlýsingum?

O g fyrst minnst er á „ópólitískan“ ráðherra. Hefur einhver fjölmiðill spurt „ópólitísku ráðherrana“ tvo, hvort og þá hvað þeir hafi kosið í síðustu þingkosningum? Er það virkilega ekki áhugaverð spurning?