Laugardagur 11. apríl 2009

101. tbl. 13. árg.

E kki að það breyti neinu um efnisatriði málsins en þá var það svolítið dæmigert fyrir íslenska fjölmiðla að meðal þeirra sem fluttu fréttir Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 af hinum óvenjulegu styrkjum frá FL Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins voru Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi frambjóðandi VG og Heimir Már Pétursson fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

En þótt fyrrverandi frambjóðendur séu meðal fjölmiðlamanna er það ekki síður listinn yfir þá stjórnmálamenn af vinstri vængnum sem áður voru við störf á fjölmiðlunum sem er langur. Svo aðeins séu nefndir nokkrir þeir sem eru í pólitík um þessar mundir: Björgvin G. Sigurðsson, Ellert B. Schram, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir, Lúðvík Geirsson, Mörður Árnason, Oddný Sturludóttir, , Ólína Þorvarðardóttir, Ómar Ragnarsson, , Róbert Marshall, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Arnardóttir, Skúli Helgason, Stefán Jón Hafstein, Steingrímur J. Sigfússon, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.

Þetta er ekki síst nefnt til áminningar um að fjölmiðlamenn hafa ekki síður skoðanir en annað fólk og kannski miklu fremur. Það er sennilega ekkert mjög algengt að menn hafi mikinn áhuga á þjóðmálum en litlar skoðanir á þeim.