Fimmtudagur 26. febrúar 2009

57. tbl. 13. árg.

U

Skuldlausir allir sem einn?

mræðan breytist hratt. Fyrir nokkrum misserum þóttu eignir manna stærsti mælikvarðinn á fjárhagslega stöðu þeirra. Það gleymdist alveg að stór hluti eigna er oft skuldir. En það spáði enginn í skuldir á meðan ódýrt lánsfé úr flaut um allt. Allra síst á meðan lánsféð dugði til að þrýsta eignaverðinu jafnt og þétt upp á við.

Þingmenn vinstri grænna hafa undanfarin ár birt upplýsingar á vefnum um eignir sínar og jafnframt látið fylgja með þær mikilvægu upplýsingar að þeir fái þingfararkaup fyrir störf sín, þingið greiði blaðaáskriftir og símakostnað og þeir eigi þak yfir höfuðið. Enginn þeirra upplýsir hins vegar um skuldastöðu sína sem væri þó gagnlegra í þeirri umræðu sem framundan er um skuldastöðu heimila og fyrirtækja. Grunlaus maður gæti haldið að þeir væru allir skuldlausir. Upplýsingar um íbúðarhúsnæði sem vonlaust er að selja eru lítils virði í samanburði við upplýsingar um skuldir sem hækkað hafa um 25% til 100% á einu ári.

Árum saman jörmuðu vinstri menn og nauðsyn þess að setja lög sem myndu skikka stjórnmálaflokkana til að sýna reikninga. En þeir gerðu aldrei neitt í því sjálfir. Það hvarflaði aldrei að þeim að reyna að setja fordæmi.

Í dag bárust þau tíðindi að Kristinn H. Gunnarsson væri á leið í Samfylkinguna. Það væri þá eitthvað réttlæti í þessum heimi.