Fimmtudagur 12. febrúar 2009

43. tbl. 13. árg.

H vaða ábyrgð hafa Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristján Möller „axlað“? Getur Steingrímur J. Sigfússon svarað því? Líklega geta fréttamenn svarað þeirri spurningu greiðlega. Að minnsta kosti finnst þeim svarið liggja svo í augum uppi að ekki sé þörf á að ónáða ráðherra með slíku tali. Og ekki þarf að spyrja herðina hvort þeir telji upphækkun þeirra Össurar og Jóhönnu verðskuldaða. Herðirnir eru líka uppteknir við að öskra á Eirík Guðnason, með Þórdísi Arnljótsdóttur alltaf að trufla sig.

S túlka að nafni Paris Hilton hefur látið í ljós þá ósk að semja tónlist og syngja með Paul McCartney. Væri þar komin tilvalin tenging milli fulltrúa nútímans og gamla tímans. Hún hefur ótakmarkað sjálfstraust, tjáir sig um allt og gerir sig reglulega að fífli á netinu. Hann var í Bítlunum.

Í bókmenntaþætti sínum í Ríkissjónvarpinu í gær fjallaði Egill Helgason um bók Jakobs F. Ásgeirssonar, Þjóð í hafti. Af því tilefni má minna á sú fróðlega bók fæst í Bóksölu Andríkis og kostar þar 1.990 krónur heimsend, en 600 króna sendingargjald bætist hins vegar jafnan við pantanir frá útlöndum.