Despite the Landsbanki debacle, executives at Kaupthing remained hopeful about survival. Kaupthing hadn’t seen massive outflows from its own British deposit service (which, luckily, didn’t have “Ice” in its name). And Iceland’s government had agreed to give Kaupthing the 500-million loan it needed.
Working late Tuesday at the bank’s headquarters – an airy glass building with a waterfall in the atrium – they hammered out a proposal to take over Glitnir and sell its foreign assets. Thus, two of Iceland’s three banks would pull through. Early Wednesday morning, Kaupthing’s chairman was working with his bankers to try to sell some UK assets, when bad tidings flashed across his TV screen: British authorities, worried about the solvency of Kaupthing’s U.K. subsidiary, had seized its assets and transferred them to the Dutch bank ING. The seizure would trigger a cascade of defaults for Kaupthing, blows it simply couldn’t survive. |
– The Wall Street Journal um hrun íslensku bankanna í grein í dag. |
Þ að er eiginlega sama hvað er sagt um íslensk efnahags – og stjórnmál á liðnum árum, á meðan ekki liggur fyrir hvað rak bresk stjórnvöld til að knésetja Kaupþing, verður það allt hálf gagnslaust. Ef Kaupþing hefði staðið lánsfjárkrísuna af sér myndi blasa allt önnur mynd við hér á landi.
Ekkert hefur spurst um þessar ástæður þótt nær þrír mánuðir séu síðan breska fjármálaeftirlitið (FSA) tók yfir starfsemi dótturfélags Kaupþings sem þýddi í raun að móðurfélagið hefði þurft að endurnýja alla lánasamninga sína á einu augnabliki. Það var auðvitað vonlaust verk, ekki síst í miðri alþjóðlegri lánsfjárkreppu, nokkrum dögum eftir fall Lehman Brothers.
Það er mikið talað um að bankamenn séu með pappírstætara í gangi í fjármálafyrirtækjum víða um heim til að hylja slóð sína þótt hvergi sé jafn auðvelt að rekja rafrænar færslur mörg ár aftur í tímann. En hvað er FSA búið að vera að gera undanfarna þrjá mánuði í dótturfélagi Kaupþings? Það eina sem menn vita er FSA færði einum helsta keppinauti félagsins, ING, innlánin í félaginu. Hvenær verður gert opinbert hvaða ástæður FSA hafði til að grípa til aðgerða sem höfðu svo hörmulegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf? Þegar það loks verður gert hvernig geta menn þá verið vissir um að það verði sömu ástæður og FSA hafði fyrir þremur mánuðum?