Í fréttum í gær af sameiningu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar gleymdist alveg að taka fram hvort Samkeppnisstofnun hefði samþykkt samrunann. Og þá hvort sett hefðu verið skilyrði um aðskildar stjórnir á yfirborðinu eða hvort flokkarnir fengju að spara við sig yfirbyggingu með því að Ingibjörg Sólrún tali framvegis ein fyrir báðar deildirnar.
R íkissjónvarpið stóð undir væntingum í gær og fann óháðan fræðimann um Evrópumál, Baldur Þórhallsson, og talaði við hann í Valhöll. Prófessor Baldur taldi að það myndi valda „miklu kurri“ í Sjálfstæðisflokknum ef næsti landsfundur hefði sömu skoðun á Evrópumálum og síðasti fundur.
Hvorki fréttamanninum né fræðimanninum þótti ástæða til að velta fyrir sér hvort á hinn bóginn, kúvending frá stefnu flokksins yfir til stefnu Baldurs, kynni að valda nokkurri óánægju, sem máli skipti.
F réttamenn hafa í rúman sólarhring sagt miklar fréttir af ályktun sjálfstæðismanna á Akranesi. Andstæðingar flokksins hafa hent fréttirnar mjög á lofti og orðið mjög spenntir. Þegar ályktunin var tekin fyrir á fundinum, þá voru fundarmenn tveir.
ÍÍ Þingholtunum í Reykjavík brann í dag hús til grunna. Talið er að kveikt hafi verið í húsinu. Í fréttum var talað við mann á vettvangi. Sá bar verktökum illa söguna.
Hvað heitir svo maðurinn á vettvangi? Jú, gat nú verið, Kári Sölmundarson, enn og aftur.
Nú er nóg komið. Hver var aftur flóttalegur, að reyna að laumast burt í reyknum af Bergþórshvoli? Reyndi svo að kenna Flosa um allt.
Og nú Baldursgata. Stendur keikur fyrir framan myndavélina með blánaðan eggteininn og talar um verktaka.