Þ að hefur voðaleg frjálshyggja vaðið hér uppi undanfarin ár. Útgjöld hins opinbera hafa aldrei verið meiri og aldrei stærri hluti af tekjum þjóðarinnar. Opinberir starfsmenn hafa aldrei verið fleiri. Skattbyrði, tekjur hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, hefur aldrei verið meiri.
En almesta frjálshyggjuæðið hefur þó verið í peningamálum þjóðarinnar þar sem tvær ríkisstofnanir, seðlabankinn og ríkisstjórnin, hafa ákveðið allt sem máli skiptir, vexti, bindiskyldu, peningamagn.
Og nú verður frjálshyggjan en aukin að mati vinstri grænna þegar þriðja opinbera stofnunin, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, kemur að málum.
Já, þarna sátu þeir fulltrúar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, ríkisstjórnarinnar og seðlabankans að togast á um verðið á ónýta ríkisgjaldmiðlinum. Svo var það samþykkt. Það mun kosta að lágmarki 18 krónur að fá 100 lánaðar í eitt ár. Eitt ríkisverð á ríkispeningunum eins og áður. Það er voðaleg frjálshyggja sem veður uppi.
E
Gjaldeyrisforði Íslendinga frá IMF verður í dölum. Gæti þessi forði orðið grunnur að skiptum úr krónu í dal? |
ftir rússíbanareið íslensku krónunnar undanfarin misseri er eðlilega mikill áhugi á því að henni verði kastað fyrir alþjóðlegri gjaldmiðil. Það er engu að síður veruleg andstaða við það á Íslandi að ganga í Evrópusambandið í þeim tilgangi einum að skipta um gjaldmiðil. Evrópusambandið vill heldur ekki leyfa not af gjaldmiðli sínum án inngöngu, eins sérkennilegt og það er nú.
Hingað mun hins vegar vera von á 6 milljörðum Bandaríkjadala á næstunni. Einhverjum gæti jafnvel dottið í hug að þarna væri kominn grunnur að því að skipta krónunni út fyrir alþjóðlegasta gjaldmiðil í heimi. Bandaríkjadalur er notaður víða um lönd án þess að löndin hafi þurft að ganga í Bandaríkin.
En líklega fæst þessi möguleiki ekki ræddur nú frekar en áður. Líklega eru of margir sem meina ekkert með því að þeir vilji skipta um gjaldmiðil nema aðild að ESB fylgi með í kaupunum.