Fimmtudagur 4. september 2008

248. tbl. 12. árg.

A lþingi hefur nú ákveðið að stíga mikilvægt skref í jafnræðisátt. Undanfarin ár hefur þingið staðið fyrir beinum útsendingum úr þingsalnum en ekki hefur hins vegar verið sent út frá fundum þingnefnda. Það hefur orðið til þess að lýðskrum og leiksýningar alþingismanna hafa að mestu farið fram í þingsalnum en þingnefndirnar heldur orðið útundan. Nú hefur verið ákveðið að bæta úr þessu og senda einnig út fundi þingnefnda. Þá færist lýðskrumið einnig inn í nefndarstarfið og er það sanngirnismál.

B iðin er á enda. Félagsmálaráðherra er búin að velja fólk í nýstofnaða „úrskurðarnefnd frístundahúsamála“. Þarna hefur lengi sárvantað faglega úrskurðarnefnd.

G etur verið að Morgunblaðið ætli að reyna að forðast andlátið með því að færa sig frá pólitíska rétttrúnaðinum? Í gær var í blaðinu ósköp skemmtileg umfjöllun um vatnspípureykingar sem nú njóta aukinna vinsælda og talað við unga stúlku sem einstaka sinnum skemmtir sér þannig í góðra vina hópi. Auðvitað mun forsjárhyggjuliðið ærast við þessa litlu umfjöllun og verður gaman að vita hvort blaðið heldur sínu striki eða rennur strax á afturendann og biðst grátandi afsökunar.

Í dag eru tíu ár frá því Viðskiptaháskólinn í Reykjavík var stofnaður, en fyrir nokkrum árum var ákveðið að breyta um nafn á honum og kalla hann Háskólann í Reykjavík, enda er það miklu flottara. Nýlega gáfu útskriftarnemar B.A. náms við skólann út blað sitt og var þar í öndvegi afar skýr grein eftir doktor Svöfu Grönfeldt skólastjóra undir fyrirsögninni „Upphafspunkturinn skilyrðir vídd tækifæranna“. Allir að lesa hana.