Þ að er hábölvað að fá engan fyrirvara að jarðskjálfta eins og þeim sem kom í gær. Hann kom fólki gersamlega í opna skjöldu. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, nauðsyn þess að hlera Ragnar, dag og nótt.
Og fyrst minnst er á hleranir, sem í vikunni voru ræddar af talsverðu kappi. Vera má að einhverjir vilji kynna sér þau mál af yfirvegun og öðlast skilning á því sem við var að glíma. Í hausthefti tímaritsins Þjóðmála 2006 skrifaði prófessor Þór Whitehead stórfróðlega grein þar sem hann á 30 blaðsíðum fór yfir þessi mál og sem flestir ættu að kynna sér. Þetta fróðlega hefti má kaupa stakt í Bóksölu Andríkis. Áskrift fæst vitaskuld einnig í bóksölunni, og kostar aðeins 3.500 krónur á ári.
Annað lesefni býðst í bóksölunni þeim sem vilja kynna sér hvað sneri upp og hvað niður í kalda stríðinu á Íslandi. Bók Björns Bjarnasonar, Í hita kalda stríðsins, kostar aðeins 1.900 krónur heimsend. En ekki eru allir jafn áfjáðir í að fólk komist í Þjóðmál. Í bók sinni, Fjölmiðlum 2006, segir Ólafur Teitur Guðnason litla sögu:
Á þriðjudagskvöld átti ég erindi ofan úr húsakynnum Viðskiptablaðsins niður í Austurstæti, nánar tiltekið í frammúrskarandi bókaverslun sem þar er, til að útvega eintak af Þjóðmálum og athuga hvað Þór Whitehead segði þar í frægri ritgerð um íslensku leyniþjónustuna. … Þegar í búðina var komið og spurt um ritið góða gall við í afgreiðslukonunni: „Jæja, ætlarðu að kaupa það?“ Jú, það stóð til, leist henni ekki bara vel á það? Ekki stóð á svari: „Þetta er fasistarit.“ – Svona er nú skopskyn fólks misjafnt. |
Fjölmiðlar 2006, sú gjöfula uppspretta fróðleiks um íslensk þjóðmál á því ári, fæst einnig í Bóksölunni, eins og fyrri Fjölmiðla-bækur Ólafs Teits.