Lánavandræðin sem menn standa frammi fyrir um þessar mundir eru ekki „krísa kapítalismans“. Þau ber ekki að leysa með fleiri og meiri reglum. Við höfum orðið vitni að lánsfjáræði sem rann á menn vegna seðlaprentunar. Þetta er ekki síður reglugerðasmiðunum en þeim sem starfa eftir reglunum að kenna. Adam Smith tekur harðar á vandanum og veitir betri leiðsögn um nauðsynlegar lagfæringar en ráðamenn í Washington munu nokkru sinni gera. |
– Leiðari The Wall Street Journal í gær. |
H
Framboð seðlabanka á fé hefur áhrif á hegðun manna. Hvers vegna stýrir hið opinbera seðlaprentuninni? |
ank Paulson fjármálaráðherra Bandaríkjanna boðaði í fyrradag umfangsmiklar breytingar á regluverki og eftirliti með fjármálastarfsemi þar í landi. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að kalla til „erlenda fagmenn“ til að meta peningastefnu ríkisins. Ástæðan fyrir hvoru tveggja er sú sama: Órói á fjármálamörkuðum ásamt mikilli lækkun á gengi fjármálastofnana.
Þegar eitthvað óvænt á borð við þessa uppákomu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gerist þá spretta hvarvetna upp stjórnmálamenn sem heimta aðgerðir; nýjar reglur, fleiri stofnanir og meira eftirlit.
Svo ekki sé hallað á bandaríska fjármálaráðherrann er rétt að taka fram að hann leggur til að eftirlitsstofnanir verði sameinaðar að þessu sinni. En er þetta fum og fát á fjármálamörkuðum komið til vegna skorts á opinberum reglum og eftirliti? Eða vegna þess að reglurnar sér úreltar? Nei, opinbert eftirlit með þessari starfsemi er hvarvetna mjög mikið og er í sífelldri endurskoðun svonefndra fagmanna, innlendra sem erlendra.
The Wall Street Journal bendir á það í leiðara sínum í gær að annars konar umbætur á fjármálamörkuðum séu þegar á fullu stími. Miklar umbætur hafi farið fram á undanförnum vikum án þess að hið opinbera komi þar nálægt. Ræstitæknirinn frá Glasgow láti nú hendur standa fram úr ermum. Hann heiti Adam Smith og sé ekki að taka til í fyrsta sinn. Agi markaðarins hafi þegar kennt mönnum í fjármálakerfinu að sýna meiri aðgát og það sé einmitt það sem lánastofnanir séu að gera. Það hafi verið ýmsum mjög dýr kennslustund en fjármálastofnanir um allan heim hafi lært sína lexíu.
Í stuttu máli sagt fer nú fram tiltekt að hætti Smiths eftir þá miklu tilraun sem gerð hefur verið á þessum áratug með milliliðalausar lánveitingar. Í lánaæðinu fundu undrabörnin á Wall Street upp nýjar leiðir til að lána fé án milligöngu hefðbundinna banka. Þetta reyndist mjög hagfellt og eftir þessari leið fékkst lánsfé úr öllum heimshornum til góðra verka. En þessi aðferð er líka mjög viðkvæm fyrir hvers kyns óðagoti sem kann að grípa um sig á mörkuðum. Þegar eignirnar að baki lánunum féllu í verði höfðu menn ekki borð fyrir báru. Þegar uppsveiflunni á húsnæðismarkaði lauk fór traust manna á þessum aðferðum þverrandi. |
Í leiðaranum er því haldið fram að það hafi ekki verið skortur á regluverki sem leiddi til húsnæðisbólunnar sem að lokum sprakk. Það hafi verið bandaríski seðlabankinn, með óábyrgri peningamálastefnu og niðurgreiddu lánsfé, sem blés upp húsnæðis- og lánabóluna. Bankinn hafi svo brugðist þeirri lagaskyldu sinni að taka hina miklu áhættu sem fjármálastofnanir tóku í kjölfarið til skoðunar.