Á sunnudaginn vakti Vefþjóðviljinn athygli á þeim skattahækkunum sem borgarstjórn Reykjavíkur lætur nú dynja á íbúðareigendum í borginni. Til frekari glöggvunar hefur Andríki tekið helstu atriði málsins saman í Sneið til stjórnvalda.
Í samantektinni má meðal annars sjá sundurgreiningu hækkunar fasteignagjaldanna og samanburð á hækkun gjaldanna við almenna verðlagsþróun, umfjöllun um enn meiri hækkun á fasteignaskatti atvinnuhúsnæðis og fleira sem máli skiptir í þessu sambandi.
Borgarstjórn hækkaði nú um áramótin hina ýmsu þætti fasteignagjaldanna frá 6,3% og upp í 32.5%.
Hækkun fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði er langt umfram verðbólgu síðustu 12 mánaða.
Hækkunin er á við sexföld verðbólgumarkmið seðlabankans og meiri en hækkun fasteignamats í borginni.