Þ
Stúlka mánaðarins hjá ráðningarþjónustu ISG. |
að er loksins farið að rofa aftur til í atvinnumálum vinkvenna Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þetta var búið að vera hálfgert hallæri síðan hún hætti sem borgarstjóri. Kristín Ástgeirsdóttir fyrrverandi alþingismaður Kvennalistans og vinkona var nú í byrjun ágúst skipuð framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Margrét Björnsdóttir, önnur vinkona Ingibjargar úr Samfylkingunni er orðin stjórnarformaður Vinnueftirlits ríkisins. Kristín Árnadóttir vinkona og fyrrverandi aðstoðarkona Ingibjargar úr ráðhúsinu stýrir nú hinu mikilvæga framboði Íslendinga til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Vart er svo þörf að geta tveggja annarra vinkvenna sem orðnar eru aðstoðarmenn ráðherra, Önnu Kristínar Ólafsdóttur og Kristrúnar Heimisdóttur. Önnur þeirra er einmitt aðstoðarmaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem Ingibjörg gerði að umhverfisráðherra þótt Gunnar Svavarsson og Katrín Júlíusdóttir hefðu haft betur en Þórunn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Það liggur í augum uppi að Gunnar er ekki vinkona Ingibjargar og Katrín studdi rangan frambjóðanda í slag um formannsstólinn í Samfylkingunni.
Ætli Helga Jónsdóttir fyrrverandi leynifélagi í Samfylkingunni fari ekki að koma úr útlegðinni í Litlu-Moskvu?