B
![]() |
Laus við loftslagssyndirnar. Ríkið er búið að kolefnisjafna alla fólksbíla landsins með stuðningi við landgræðslu og skógrækt. |
íleigendur greiða gríðarlega skatta í ríkissjóð, bæði af bílunum sjálfum og eldsneytinu á þá. Skattarnir fara að verulegu leyti í allt annað en að greiða götu ökumanna. Meðal þess sem ríkið hefur á sinni könnu og bíleigendur taka þar með þátt í að fjármagna er skógrækt og landgræðsla. Samkvæmt fjárlögum ársins 2007 renna að minnsta kosti 1.269 milljónir króna í þessi verkefni eins og sjá má í töflunni hér að neðan.
Sveitarfélög og opinber fyrirtæki og stofnanir leggja svo einnig fjármuni í þessi mál. Skógræktarfélög vítt og breitt um landið njóta stuðnings sveitarstjórna og hið opinbera tekur þátt í endurheimt votlendis.
Samkvæmt reikningum Kolviðar kostar um 6.000 krónur á ári að kolefnisjafna útblástur frá meðalbíl og er þá miðað við að honum sé ekið 15 þúsund kílómetra og eyði 12 lítrum á hundraðið. Framlag ríkisins til skógræktar og landgræðslu jafngildir því kolefnisjöfnun fyrir um 200 þúsund fólksbíla. Það er einmitt fjöldi fólksbíla á Íslandi.
Ríkið, eða öllu heldur skattpíndir bíleigendur, er því búið að kolefnisjafna akstur allra einkabíla á landinu með framlagi sínu til skógræktar og landgræðslu. Bíleigendur þurfa því ekki að kaupa sér frekari syndaafslausn hjá Kolviði eða öðrum sambærilegum kolefniskirkjum. Ríkið hefur þegar jafnað reikninginn við gróðurhúsaguðinn.
Svo halda menn að þeir fái ekkert fyrir skattana.
Fjárlagaliður: | milljónir króna |
Skógræktarfélag Íslands | 29 |
Landgræðsla ríkisins | 502 |
Skógrækt ríkisins | 227 |
Héraðs- og Austurlandsskógar | 112 |
Landshlutabundin skógrækt | 399 |
Samtals | 1.269 |