Now, I believe the facts that have brought us to this fateful vote are not in doubt. Saddam Hussein is a tyrant who has tortured and killed his own people, even his own family members, to maintain his iron grip on power. He used chemical weapons on Iraqi Kurds and on Iranians, killing over 20 thousand people. … It is clear, however, that if left unchecked, Saddam Hussein will continue to increase his capacity to wage biological and chemical warfare, and will keep trying to develop nuclear weapons. Should he succeed in that endeavor, he could alter the political and security landscape of the Middle East, which as we know all too well affects American security … This is a very difficult vote. This is probably the hardest decision I have ever had to make – any vote that may lead to war should be hard – but I cast it with conviction. And perhaps my decision is influenced by my eight years of experience on the other end of Pennsylvania Avenue in the White House watching my husband deal with serious challenges to our nation. I want this President, or any future President, to be in the strongest possible position to lead our country in the United Nations or in war. Secondly, I want to insure that Saddam Hussein makes no mistake about our national unity and for our support for the President’s efforts to wage America’s war against terrorists and weapons of mass destruction. And thirdly, I want the men and women in our Armed Forces to know that if they should be called upon to act against Iraq, our country will stand resolutely behind them. |
– Bandarískur öldungadeildarþingmaður, Hillary Clinton, greiðir atkvæði með heimild til Bandaríkjaforseta til innrásar í Írak. |
Þ að fór ekki fram hjá fjölmiðlamönnum í ágúst síðastliðnum þegar öldungaþingmaður demókrata, Joe Lieberman, féll í forkosningu flokksins vegna væntanlegrar kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þeir réðu sér vart fyrir kæti og Morgunblaðið skellti þegar í stað fram leiðara um málið. Lieberman er einarður stuðningsmaður innrásar bandamanna í Írak og þarna fékk hann makleg málagjöld, fólkið var að hafna hinum hörðu innrásarmönnum. Svo illa vildi hins vegar til, að Lieberman er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu, og hélt því áfram að tala fyrir sínum sjónarmiðum, bauð sig fram utan flokka og náði örugglega kjöri, ólíkt frambjóðanda Demókrataflokksins Ned Lamont, sem, eins og Morgunblaðið sagði sigri hrósandi í leiðara í ágúst, „lagði í kosningabaráttunni ríka áherslu á andstöðu sína við innrásina í Írak og stuðningsmenn hans notuðu í áróðursskyni myndbandsupptöku af því þegar George Bush Bandaríkjaforseti kyssti Lieberman á vangann eftir að sá fyrrnefndi flutti stefnuræðu fyrir tveimur árum“.
Fréttamenn hafa ekki haft eins mikinn áhuga á hinum raunverulega kosningasigri Liebermans og þeir höfðu á forkosningarósigri hans í sumar. Þeir hafa ekki heldur verið eins ákafir í útskýringum á gengi hans; kosningasigurinn í ríkinu er einhvern veginn ekki eins merkileg frétt og ósigur hans í forkosningunum. Það kallar ekki á leiðara í blöðum þegar frambjóðandi sem leggur „í kosningabaráttunni ríka áherslu á andstöðu sína við innrásina í Írak“ bíður mikinn ósigur fyrir innrásarmanninum Lieberman.
En þetta litla dæmi er í ætt við önnur um fréttaflutning af bandarískum stjórnmálum og innrásinni í Írak. Í Evrópu halda blaðamenn að George W. Bush í brjálæði sínu vaðið inn í Írak og ekkert hirt um alla góðu demókratana sem alltaf vissu að það mætti aldrei gera. Staðreyndin er sú, að stjórnmálamenn í Washington kynntu sér fyrirliggjandi leyniþjónustugögn um ástand mála í Írak og tóku síðan, með yfirgnæfandi meirihluta, þá ákvörðun að heimila forsetanum að ráðast inn í landið. Menn höfðu auðvitað misjafnar skoðanir á því hversu langan frest Saddam skyldi hafa til að afvopnast örugglega, hversu mikil samstaða þyrfti að vera meðal bandalagsþjóða Bandaríkjanna og svo framvegis, en um meginatriðið, innrás í Írak ef Saddam uppfyllti ekki gerðar kröfur, var enginn sérstakur ágreiningur. Enda voru margir þingmenn sem heimiluðu innrásina endurkjörnir með miklum glæsibrag í bandarísku þingkosningunum fyrr í þessum mánuði.