Þriðjudagur 4. janúar 2005

4. tbl. 9. árg.

Áheimasíðu Ríkisskattstjóra er reiknivél sem menn geta notað til að bera saman skatta sína (staðgreiðslu tekjuskatts) fyrir og eftir áramótin. Í töflunni hér að neðan sést slíkur samanburður fyrir einstakling með 300 þúsund krónur í mánaðatekjur. Hann fær 3.171 krónu meira í vasann á mánuði á þessu ári en því síðasta að óbreyttum launum. Það gera 38.052 krónur á ári. Og munar um minna. Þessi hækkun á ráðstöfunartekjum er 1,6% og samsvarar um 2% kauphækkun að óbreyttri skattlagningu. Ef Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög hefðu ekki hækkað útsvarið upp í topp hefði sami maður fengið um 4.000 krónur á mánuði í vasann umfram það sem var á síðasta ári.

<!––>

<!––>

Desember 2004
Fyrir lækkun tekjuskatts
     
Mánaðarlaun (brúttó)  
-greitt í lífeyrissparnað  
-viðbótar lífeyrissparnaður  
Skattstofn =
   
Reiknuð staðgreiðsla (38,58%)  
-persónuafsláttur  
-uppsafnaður persónuafsláttur  
Staðgreiðsla  –
     
Annar frádráttur alls  –
     
Útborguð laun =
<!––>

<!––>

Janúar 2005
Eftir lækkun tekjuskatts
     
Mánaðarlaun (brúttó)  
-greitt í lífeyrissparnað  
-viðbótar lífeyrissparnaður  
Skattstofn =
   
Reiknuð staðgreiðsla (37,73%)  
-persónuafsláttur  
-uppsafnaður persónuafsláttur  
Staðgreiðsla  –
     
Annar frádráttur alls  –
     
Útborguð laun =

En hér er ekki öll sagan sögð í samskiptum manna við ríki og sveit. Flestir eru flæktir í flókið net vaxtabóta, húsaleigubóta og barnabóta sem því miður er áhangandi skattkerfinu. Það er því oftast mun flóknara en þessi reiknivél ríkisskattstjóra ræður við að sjá nettó niðurstöðu manna gagnvart skatt- og bótakerfinu. Þessi einstaklingur sem Vefþjóðviljinn hefur í huga er þó barnlaus, býr í eigin íbúð og skuldar of lítið til að hljóta viðurkenningu frá yfirvöldum í formi vaxtabóta. Hann á einnig bíl og er enn að greiða bifreiðagjaldið sem lagt var „tímabundið“ á í tíð síðustu vinstri stjórnar. Nú fyrst fer gamanið að kárna.

Meðal þess sem hann þarf að greiða aukalega í aðra skatta umfram það sem hann gerði á síðasta ári er eftirtalið:

Hækkun fasteignagjalda til Reykjavíkurborgar: 25.000
Hækkun bifreiðagjalda til ríkisins:                       2.500

Þarna eru tæpir ¾ af tekjuskattslækkuninni sumsé horfnir.

R-listinn getur jafnvel ekki unnt mönnum þess að eiga loksins fyrir bleiu.

Ef þessi maður hefði 200 þúsund krónur í mánaðarlaun hirða skattahækkanir R-listans í Reykjavík af honum nær allan ávinninginn af tekjuskattslækkunum ríkisstjórnarinnar. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar hefur sagt að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar skili aðeins andvirði bleiupakka til hinna lægst launuðu. Vegna hækkana R-listans á útsvari og fasteignagjöldum ætti 200 þúsund króna maðurinn ekki einu sinni afgang fyrir bleiupakka ef hann vildi spara sér að greiða holræsagjald R-listans og fara að stunda heimajarðgerð af kappi.

Eins og Vefþjóðviljinn hefur svo oft lagt til væri það gott af menn sæju á launaseðlum sín um hver mánaðamót hvað þeir greiða í útsvar til sveitarfélaganna. Það væri kannski örlítið aðhald fyrir eyðsluseggina í sveitarstjórnunum.