Í hinu ágæta breska blaði, The Daily Telegraph, er meðal annars dálkur þar sem geðgóður náungi, Carl Wilkinson að nafni, svarar spurningum háskólastúdenta um lífið og tilveruna. Á dögunum svaraði hann meðal annars Söru nokkurri sem skrifaði frá Dyflinni. Sara sagði að bókasafnið í háskólanum væri jafnan þéttsetið nýnemum og þóttist af þeim sökum þurfa að fara annað. Hún spurði Wilkinson hvað hann segði um þá hugmynd að setjast inn á kaffihús og lesa þar. Hún fékk þetta svar:
It’s a nice idea, but one that only really works in films and, strangely enough, in that last bastion of European student traditions – America. Last month, I was in New York visiting a pal at Columbia University. Just down the road from the campus was European-style cafe full of shabby nerds clutching laptops and coffee cups discussing world peace and global economics. The owners didn’t seem to mind these miserly students nursing their free refills for days at a time. I reckon you’d be hard-pressed to find the same welcome here. My advice would be to kick out the first-years by citing some bogus authority or to find yourself another spot in the library and go for regular coffee breaks. |
Þannig er það nú; Carl Wilkinson virðist ekki vera sérstaklega spenntur fyrir sístúdentum kaffihúsanna. Hann hefði kannski ekki orðið neitt hrifnari heldur ef hann hefði verið staddur á íslenska landsbókasafninu fyrir fimm árum, í nóvember árið 1998, þegar háskólastúdentar neituðu að yfirgefa húsið á lokunartíma en sátu áfram, í því skyni að knýja hið opinbera að sjá þeim fyrir lestrarsölum fram á kvöld. Ekki er heldur víst að Wilkinson sé sammála þeim stúdentum sem telja sig vera að gera almennum borgurum en ekki sjálfum sér gagn með náminu og telja almenna borgara standa í þakkarskuld við sig fyrir ómakið. Svokallaðir forystumenn háskólastúdenta eru reyndar með frekustu þrýstihópum landsins. Þeir krefjast þess að fá að stunda nám í afbragðs skólum á annarra kostnað. Þeir vilja ekki þurfa að greiða krónu fyrir námið – nema þeir reyndar krefjast þess að nemendum verði öllum skylt að greiða til nemendafélagsins. Þeir vilja að stúdentum sé séð fyrir ódýrum íbúðum. Þeir vilja að barna stúdenta sé gætt á annarra kostnað. Og síðast en ekki síst þá krefjast þeir þess að fá reglulegt eyðslufé, helst sem mest og vilja helst ekki greiða af því vexti og myndu sjálfsagt ekki vilja greiða neitt til baka ef einhver spyrði.
Allt er þetta rökstutt með þeirri staðhæfingu að annars verði nám að „forréttindum hinna efnameiri“. Gott og vel, en þó menn séu þeirrar skoðunar að bág kjör eigi ekki að koma í veg fyrir að fólk geti leitað sér menntunar, af hverju þarf það að leiða til þess að saklausir borgarar þurfi að greiða nám þeirra stúdenta sem vel gætu kostað nám sitt sjálfir? Af hverju má ekki setja upp eðlilegt verð fyrir þá þjónustu sem boðin er, og styrkja svo þá sem ekki geta af eigin rammleik greitt upp sett verð? Af hverju á líka að skattleggja láglaunamanninn svo dóttir forstjórans fái niðurgreidd lán og háskólanám fyrir þrjátíuþúsund krónur á ári?