I came from Austria, a socialistic country where government controlled the economy. A place where you can hear 18 year old kids talking about their pensions. I wanted more. I wanted to be the best. I had to come to America. I had no money in my pocket, but here I had freedom to get it. I have been able to parlay my muscles into a big movie career. – Okay, so here I was, waiting for Maria to get ready for a game of mixed doubles tennis. I started flipping the television dial. I caught a glimpse of Nobel prize winning economist Milton Friedman whom I recognized from my studies in economics. I didn’t know I was watching Free to choose. It knocked me out. Dr. Friedman validated everything I ever thought about the way the economy works. I became a big pain in the neck about Free to choose. All my friends and acquaintances got tapes as well as books for Christmas after Christmas. If I had come up with Free to choose, maybe I wouldn’t have got into body building. |
– Arnold Schwarzenegger |
Með þessum orðum og fleirum kynnti Arnold Schwarzenegger nýja útgáfu sjónvarpsþáttaraðarinnar Free to choose, eftir hjónin Milton og Rose Friedman, haustið 1992. Svipaða sögu hefur hann sagt í ótal viðtölum á liðnum árum og í blaðagreinum, ávörpum og jafnvel auglýsingum hefur hann kynnt stjórnmálaviðhorf sín árum saman. Þeir sem fylgst hafa með bandarískri þjóðmálaumræðu vita að Arnold Schwarzenegger hefur um áraraðir verið virkur baráttumaður fyrir frjálslyndum viðhorfum, fylgjandi minnkandi ríkisumsvifum, lægri skattheimtu og verulega auknu einstaklingsfrelsi. Síðustu tvær vikurnar hefur hins vegar varla mátt opna dagblað eða sjónvarp í Evrópu án þess að heyra fullyrðingar þess efnis að Schwarzenegger sé „óskrifað blað“ í stjórnmálum og það sé enn eitt dæmið um heimsku Bandaríkjamanna að nú hafi hið fjölmenna Kaliforníuríki kosið yfir sig mann sem „hefur engar sérstakar sjórnmálaskoðanir“ og „enginn veit neitt um, nema það að hann er vöðvatröll“.
Vinstrisinnaðir fjölmiðlar víða um heim hafa kyrjað sama sönginn undanfarna daga. Hið breska Independent fullyrti til dæmis að kosningasigur Schwarzeneggers væri hvorki meira né minna en „profoundly depressing day for those who belive in democratic ideals“ og virðist blaðinu þykja stóraukin kjörsókn og afgerandi sigur eins frambjóðanda, með fleiri atkvæðum en fyrri ríkisstjóri fékk fyrir ári, vera sérstakt áfall fyrir lýðræðið. Sama blað er svo vitanlega hæstánægt með Evrópusambandið sem jafnan leggst gegn öllum almennum atkvæðagreiðslum og reynir af mætti að fá breytt niðurstöðum þeirra sem þó eru haldnar.
Þegar talað er um frammistöðu prentmiðla heimsins í kosningabaráttunni í Kaliforníu þá hljóta menn meðal annars að staldra við ákefð sumra þeirra í að slá upp skyndilegum og lítt rökstuddum ásökunum nokkurra kvenna á hendur Schwarzenegger um einhvers konar áreitni. Þessar konur höfðu varla náð að ræskja sig þegar prentvélarnar voru farnar að hamast. Sömu blöð höfðu hins vegar jafnan gert gríðarlegar kröfur um vitni, gögn og heimildir áður en þau töldu nokkra ástæðu til að segja frá ásökunum kvenna í garð Bills Clintons um svipaða og meiri hluti. En bandarískir prentmiðlar ganga reyndar margir mjög langt í hlutdrægni sinni. Sérstaklega er í því sambandi óhætt að geta blaða eins og The Washington Post og ekki síður The New York Times sem sumir hér á landi nefna aldrei nema með ávörpum eins og „hið virta“ og „stórblaðið“, rétt eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það væri reyndar ástæða til að segja fjölmörg orð um blöð eins og þessi og einfeldningslega trú marga Evrópubúa á þau en það verður að bíða betri tíma. Þeir sem vilja ekki bíða eftir því geta hins vegar til dæmis kíkt í fróðlega og athyglisverða bók hins kunna og umdeilda höfundar, Ann Coulter, en í mjög seldri og ekki síður umdeildri bók, Treason, rekur hún fjölmörg sláandi dæmi um þá blaðamennsku sem oft er stunduð á þessum „virtu stórblöðum“.
MMargir hafa furðað sig á málflutningi Samfylkingarinnar undanfarin misseri og jafnvel talið að það hljóti að vera hrein óheppni og tilvilun hversu ómálefnalega flokkurinn kemur jafnan út í umræðum. En nú hefur komið á daginn að það er engin óheppni heldur allt með ráðum gert. Það er með fullum vilja sem Samfylkingin er ómálefnaleg flesta daga ársins og gerir aðeins einstakar undantekningar þegar sérstaklega stendur á. Í föstudagsblaði Morgunblaðsins birti flokkurinn mikla auglýsingu þar sem tilkynnt var að næstu tvo daga yrði Samfylkingin málefnaleg. Þetta gerðist með öðrum orðum nú um helgina, þá voru tveir „málefnadagar“ Samfylkingarinnar. En frá og með deginum í dag er hún aftur með sjálfri sér og hefjast nú þrjúhundruð sextíu og þrír málefnalausir dagar Samfylkingarinnar. Og þess má geta að Samfylkingin auglýsti að í tilefni málefnadaganna héldi hún sérstaka málefnafundi. Fundarstaður í Reykjavík væri skrifstofa Samfylkingarinnar, Austurstræti 14, fimmtu hæð, og væru „allir jafnaðarmenn“ hvattir til að mæta.