Nú hafa menn talverðar áhyggjur vegna svonefndrar spilafíknar. Svo virðist sem einhverjir vilji taka upp hinir vinsælu hóprefsingar sem áður hafa meðal annars tíðkast í áfengismálum á bannárunum og banna það sem flestir hafa ánægju af en nokkrir renna á rassinn með.
Það fer vart á milli mála að nokkur hópur manna hefur spilað rassinn úr buxunum í happdrættum og spilakössum. En ýmsir aðrar hafa brennt sig á hlutabréfakaupum. Winston Churchill tapaði stórfé á bandarískum hlutabréfum við hrunið á hlutabréfamarkaði árið 1929. Svo eru það fatagreifarnir. Það er ekki minna spennandi að sumra mati að koma út í nýjum alklæðnaði og ekki víst að allir séu jafn séðir í innkaupum og bandaríska leikkonan Wynona Ryder. Að ógleymdum bílalánunum. Og ekki skal gera lítið úr þeim sem ganga í vonlaust hjónaband og sitja uppi með óhamingjuna þar til allt fer í loft upp eða þar til yfir lýkur, nema það fari saman. Próf í skólum eru oft andstyggileg og hafa stundum grætt þá sem fengu bara 2,5 og ekki síður hina sem stefndu einbeittir á 10 en fengu bara 9,5. Svo eta menn yfir sig á hinum ýmsu veitingastöðum og kaupa alls kyns óhollustu og sælgæti hvar sem þeir komast í það.
Það er með öðrum orðum hægt að fara sér að voða hvar sem er, hvenær sem og hvernig sem er. Ef menn hlusta á alla Ögmundana sem vilja banna happdrættin og spilakassana, hvað banna menn þá næst?