Laugardagur 23. febrúar 2002

54. tbl. 6. árg.

SLUDURSigurður G. Guðjónsson lögmaður og forstjóri Norðurljósa hf. var í Kastljósi Ríkissjónvarpsins  í fyrrakvöld og ræddi um stöðu og horfur félagsins. Lét Sigurður þess sérstaklega getið, að hann vildi ekki að félagið yrði „talað í gjaldþrot“ eins og gerst hefði með annað félag, Hafskip hf., á árum áður. Þar hefðu fjölmiðlar hamast svo á félaginu að það hefði verið keyrt í þrot og menn jafnvel handteknir, algerlega að ástæðulausu. Nei það er vonandi að sá leikur verði ekki endurtekinn. En hver ætli hafi nú verið forsöngvari í þeim kór? Ekki ætlar Vefþjóðviljinn að svara því en Sigurður getur kannski, ef hann vill, borið þá spurningu upp næst þegar hann boðar til fundar í stjórn Félags um forsetaframboð Ólafs Ragnars Grímssonar. Það er að segja, ef ekki er búið að leysa það merka félag upp. Það væri skaði.