Helgarsprokið 23. desember 2001

357. tbl. 5. árg.

Mynd segir oft meira en þúsund orð. Á árinu sem er að líða hefur Vef-Þjóðviljinn gert ýmsum málum skil með myndrænum hætti. Hér að neðan fara nokkrar myndir sem birst hafa í Vef-Þjóðviljanum á árinu ásamt stuttri lýsingu á því sem fyrir augu ber.

Í árslok 2000 áttu útlendingar 40,9 milljarða króna í íslenskum fyrirtækjum. Undir slíka beina fjárfestingu falla einungis stærri fjárfestingar sem fela í sér áhrif á stjórn fyrirtækis eða að fjárfestir á 10% eða stærri hlut í fyrirtæki. Af þessum 40,9 milljörðum króna eiga fjárfestar innan ESB aðeins 10,9 milljarða eða tæp 27%. Af þessum 10,9 milljörðum er raunar helmingur frá ríkjum sem nota ekki gjaldmiðil ESB. Erlend fjárfesting frá evrulöndunum er því innan við 14%. Bæði Svisslendingar og Norður-Ameríkumenn taka meiri þátt í íslensku atvinnulífi en fjárfestar frá ríkjum ESB.

Á árinu var byrjað að „jafna réttinn“ til fæðingarorlofs. Haldið verður áfram á sömu braut á næstu árum.

Ár Skatthlutfall, % Skatttekjur í milljónum á verðlagi ársins 2000
1992 45                                                     5.198    
1993 39                                                     4.666    
1994 33                                                     4.966    
1995 33                                                     5.901    
1996 33                                                     5.840    
1997 33                                                     6.710    
1998 33                                                     8.246    
1999 30                                                    10.194    
2000 30                                                    10.318    

Tekjuskattshlutfall fyrirtækja hefur verið lækkað á undanförnum árum. Þessi skattalækkun hefur skilað auknum tekjum í ríkissjóð.

1994

1995

1996

1997

1998

1999

2000 (áætlun)

2001 (spá)

Tekjur ríkisins af bifreiðum 16.941 18.660 21.509 24.140 26.293 29.313 30.032 28.224
Útgjöld til vegamála sem % af bifreiðasköttum 44,1% 41,8% 33,4% 30,4% 29,3% 29,2% 32,6% 42,5%

Bíleigendur eru stundum sakaðir um að vera mikill baggi á þjóðfélaginu. Engu að síður greiða þeir mun meiri skatta af bílum sínum en útgjöld ríkisins eru til vegamála. Liggur hlutfallið síðastliðin á bilinu 29-44%, sem þýðir með öðrum orðum að öll árin hefur minnihluti teknanna farið í þjónustu við bíleigendur, en meirihluti stundum yfir 70% í eitthvað allt annað.

Gengisvogin frá gengisskráningu 6. júlí 2001 %
Bandaríkin 26,99
Bretland 14,77
Kanada 1,36
Danmörk 8,68
Noregur 6,08
Svíþjóð 4,44
Sviss 1,65
Evrusvæðið 31,66
Japan 4,37

Viðskipti Íslands við evrulönd eru nú tæp 32% mælt með gengisvog íslensku krónunnar, en sú vog ræðst af inn- og útflutningi landsins. Á sama tíma og sama mælikvarða eru viðskipti við Bandaríkin 27%. Þar við bætist að viðskipti við Bandaríkin fara ört vaxandi á meðan viðskipti við evrulöndin vaxa hægt. Síðasta árið var vöxtur í viðskiptum við Bandaríkin meira en sjöfaldur vöxtur viðskipta við evrulöndin. Með sömu þróun verða viðskipti Íslands við Bandaríkin orðin meiri en viðskiptin við evrulönd innan fjögurra ára.

Heimdallur félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík minnti að vanda á þau tímamót á árinu þegar landsmenn hætta að vinna fyrir hið opinbera og hefja stört í eigin þágu. Fram að 15. júní höfðu menn eingöngu verið að vinna fyrir sköttunum. Þessi niðurstaða fæst ef útgjöld hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, og iðgjöld til lífeyrissjóða eru tekin sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Það hlutfall er nú 45,5% og vinnudagar landsmanna fyrir hið opinbera því 166. Skattadagur hvers árs er reiknaður út frá hlutfalli liðins árs.

Það má einnig bera þennan reiknaða hlut hins opinbera saman við annað sem við verjum fé okkar í. Skífan hér að ofan sýnir skiptingu útgjalda heimilanna þ.e. hvernig Meðal-Jón og hans fjölskylda verja tekjum sínum eða öllu heldur hvernig hið opinbera ráðstafar stórum hluta þeirra og þau verja afganginum. Neysluskiptingin byggir á vísitölugrunni Hagstofu Íslands sem gefinn var út í mars 1997. Skattar eru langstærsti útgjaldaliður heimilanna og þegar fólk fer yfir bókhald heimilisins sér það auðvitað að það getur aukið ráðstöfunartekjur sínar verulega með því að draga úr skattgreiðslum.

Í B-deild stjórnartíðinda eru birtar nýjar reglugerðir og önnur stjórnvaldsfyrirmæli. Stærð B-deildarinnar segir auðvitað ekki alla söguna um útþenslu reglugerðaríkisins en getur gefið ákveðna vísbendingu um þróunina. Eins og sjá má á línuritinu hefur reglugerðaríkið þanist út á síðustu áratugum ef þessi mælikvarði er notaður.

 

Á árinu lagði Samkeppnisstofnun fram skýrslu um að matvara hefði hækkað umfram almennt verðlag á ákveðnu tímabili – sem stofnunin sérvaldi til að fá ákveðna niðurstöðu. Vissulega væri það slæmt ef matur og drykkur hefði hækkað verulega umfram aðrar vörur á síðustu árum enda erfitt fyrir menn að neita sér um mat. En það er fleira en matarreikningurinn sem hinn almenni maður kemst ekki hjá að greiða.  Á tímabilinu janúar 1996 til janúar 2001 hækkaði neysluvísitala um 16%, matur og drykkur hækkaði á sama tíma um 18% en kostnaður almennings vegna Samkeppnisstofnunar um 77%. Kostnaður almennings vegna Samkeppnisstofnunar hækkaði því um 61% umfram almennt verðlag á tímabilinu og 59% meira en matur og drykkur.


Alþýðulýðveldið Kína


Taívan

Íbúar (milljónir) 1.237 22
Lífslíkur drengja við fæðingu (ár) 68,3 73,8
Lífslíkur stúlkna við fæðingu (ár) 71,1 80,1
Ungbarnadauði á þúsund fæðingar 45 6
Vinnuafl í landbúnaði, % 54 10
Þjóðarframleiðsla á mann, dollarar (áætlun 1996) 2.800 14.700
Útgjöld til hermála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, % 5,7 4,9
Einstaklingar í herþjónustu 2.935.000 376.000
Sjónvarpstæki á hverja þúsund íbúa 189 327
Útvarpstæki á hverja þúsund íbúa 177 402
Bílar til fólksflutninga, heildarfjöldi í landinu, (milljónir) 4,7 4,3

George W. Bush forseti Bandaríkjanna hét því á árinu að Bandaríkin myndu verja lýðræðisríkið á Taívan gegn innrásarher kommúnistastjórnarinnar í Peking. Í fyrra sagði Vef-Þjóðviljinn frá nokkrum niðurstöðum tilraunar í stjórnmálum sem fram hefur farið á Kóreuskaga undanfarin 50 ár. Sambærileg tilraun hefur farið fram í Alþýðulýðveldinu Kína og Taívan og þegar ýmsar niðurstöður hennar eru skoðaðar er ekki að furða þótt Bush efist um ágæti þess að Pekingstjórnin taki við stjórninni á Taívan.